Fara í efni

Saga Skólans

Skipulögð barnakennsla mun hafa verið í Skeggjastaðarhreppi (Bakkafirði)  frá því nokkru fyrir aldamótin 1900.  Farkennsla var til 1950 en þá var komið upp heimavistarskóla á Skeggjastöðum,

Skipulögð barnakennsla mun hafa verið í Skeggjastaðarhreppi (Bakkafirði)  frá því nokkru fyrir aldamótin 1900.  Farkennsla var til 1950 en þá var komið upp heimavistarskóla á Skeggjastöðum, í húsnæði sóknarprestsins Sigmars Inga Torfasonar.  Eiginkona Sigmars, Guðríður Guðmundsdóttir, annaðist kennsluna að mestu. 

Heimavistin var lögð niður 1968, en hjónin ráku grunnskóla á Skeggjastöðum allt þar til byrjað var að kenna í nýju skólahúsnæði árið 1985 í þorpinu á Bakkafirði.  Það húsnæði var þó ekki fullklárað fyrr en 1987 og er sannkallað fjölnota hús.  Það hýsir, auk grunnskólans, leikskóla, hreppskrifstofu, heilsugæslu og íþróttasal og gegnir hlutverki félagsheimilis íbúanna. 

Skólin var rekinn af Skeggjastaðahreppi þar til sveitarfélagið var sameinað Þórshafnarhreppi í Langanesbyggð. Þá tók sameinað sveitarfélag við rekstrinum.

Heimildir Vinir Bakkafjarðar    http://frontpage.simnet.is/erko/