Rekstur á Bakkafirði
Sveitarfélagið Langanesbyggð óskar eftir viðræðum við áhugasama einstaklinga eða fyrirtæki til að taka að sér rekstur á Bakkafirði. Um er að ræða gistingu og matsölu í skólahúsnæðinu, rekstur tjaldsvæðisins á Bakkafirði og rekstur veitingahúss/verslunar á Hafnartanga.
Rekstur í umræddum einingum þjónar bæði Bakkfirðingum og ferðamönnum á Bakkafirði.
Í skriflegu svari til undirritaðs er óskað eftir hugmyndum um hvernig viðkomandi mundi reka þessar einingar hverja fyrir sig eða allar saman. Lögð er áhersla á góða þjónustu við viðskiptavini, hreinlæti og góða samskiptahæfileika.
Sveitarfélagið sér um nauðsynlegt viðhald sem tengist eignunum sjálfum en gert er ráð fyrir að rekstraraðili sjái um reksturinn sem slíkan, kynningu á Bakkafirði sem ferðamannastað og veiti þjónustu fyrir Bakkfirðinga. Einnig að viðkomandi veiti almennar upplýsingar um Bakkafjörð og nágrenni. Æskilegt er að viðkomandi þekki til á Bakkafirði og nágrenni ásamt þekkingu á sambærilegum rekstri.
Frestur til að skila inn hugmyndum og/eða tilboð í rekstur er til 1. október. Sendið hugmyndir á bjorn@langanesbyggd.is
Björn S. Lárusson
Sveitarstjóri