Fara í efni

Rekstrarstjóri óskast til starfa á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Nausti

Fréttir

Rekstrarstjóri óskast til starfa á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn. Leitað er að metnaðarfullum, hugmyndaríkum og kraftmiklum einstaklingi til að takast á við ögrandi og spennandi verkefni.

 Hlutverk rekstrarstjóra eru meðal annars:

  • Að bera ábyrgð á rekstri heimilisins ásamt forstöðumanni hjúkrunar
  • Að annast starfsmannamál í samvinnu við forstöðumann
  • Að hafa umsjón með skráningu og gagnaskilum
  • Að gera fjárhags- og rekstraráætlanir
  • Að sjá um kostnaðar- og innkaupaeftirlit

 Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla af stofnanarekstri og starfsmannahaldi æskileg
  • Menntun á heilbrigðissviði æskileg
  • Menntun á sviði rekstrar æskileg
  • Gott vald á íslensku í töluðu og rituðu máli
  • Sjálfstæð vinnubrögð, talnaskilningur og rökfesta

Umsóknarfrestur er til og með 31. maí nk. Umsóknum skal skilað til hjúkrunarforstjóra Nausts á netfangið naust@langanesbyggd.is sem jafnframt veitir einnig frekari upplýsingar.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Miðað er við 30% starfshlutfall og er vinnutími sveigjanlegur. Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf í byrjun ágúst nk. Greitt er skv. kjarasamningum.