Fara í efni

Verslun Rauða Krossins söluhá fyrsta árið

Fréttir
Í apríl opnaði Rauði krossinn verslun í Langanesbyggð og er óhætt að segja að viðtökurnar hafi verið góðar. Á vef verslunarinnar á facebook kemur eftirfarandi fram: Kæru viðskiptavinir og velunnarar! Það er starfsfólki Rauða kross verslunarinnar á Þórshöfn einstök ánægja að tilkynna að sala ársins 2018, frá opnun búðarinnar í apríl, var 727.390 krónur! Okkar frábæra starfsfólk stefnir á milljón króna sölu árið 2019. Við erum afar þakklát ykkur, kæru viðskiptavinir, því það eruð þið sem láta dæmið ganga upp. Á landsvísu er verslunin okkar söluhá og erum við afar stolt af því! Allur ágóði nýtist í þörf verkefni Rauða krossins, innan sem utan lands og því höldum við ótrauð áfram. Meðal þess sem Rauði krossinn sinnir á Íslandi er: -Stuðningur við flóttafólk og aðstoð við aðlögun í nýju samfélagi -Hjálparsíminn 1717 sem er opinn allan sólarhringinn fyrir fólk sem þarf andlegan stuðning. -Frú Ragnheiður, sérútbúinn bíll sem sjálfboðaliðar aka um götur höfuðborgarinnar og veita skaðaminnkandi heilbrigðisaðstoð og nálaskiptaþjónustu. -Ungfrú Ragnheiður sem sinnir sambærilegu starfi og Frú Ragnheiður en er staðsett á Akureyri. -Áfallasjóður sem ætlað er að styðja við fólk sem lent hefur í skyndilegu fjárhagslegu áfalli, svo sem í tengslum við sjúkdóma eða slys. -Konukot sem er næturathvarf fyrir heimilislausar konur. Við þetta bætist svo, námsaðstoð, vinahópar, tómstundastjóður flóttabarna og fleira og fleira... Framlag þitt skiptir þess vegna miklu máli. Opnunartímar eru óbreyttir: Verslunin er opin fimmtudaga frá 16 til 18 og laugardaga frá 14 til 16. Sjáumst :) Starfsfólk og stjórnendur Rauða kross verslunar í Langanesbyggð.

Í apríl opnaði Rauði krossinn verslun í Langanesbyggð og er óhætt að segja að viðtökurnar hafi verið góðar. Á vef verslunarinnar á facebook kemur eftirfarandi fram: Kæru viðskiptavinir og velunnarar!
Það er starfsfólki Rauða kross verslunarinnar á Þórshöfn einstök ánægja að tilkynna að sala ársins 2018, frá opnun búðarinnar í apríl, var 727.390 krónur! Okkar frábæra starfsfólk stefnir á milljón króna sölu árið 2019. Við erum afar þakklát ykkur, kæru viðskiptavinir, því það eruð þið sem láta dæmið ganga upp.
Á landsvísu er verslunin okkar söluhá og erum við afar stolt af því!
Allur ágóði nýtist í þörf verkefni Rauða krossins, innan sem utan lands og því höldum við ótrauð áfram.
Meðal þess sem Rauði krossinn sinnir á Íslandi er:
-Stuðningur við flóttafólk og aðstoð við aðlögun í nýju samfélagi
-Hjálparsíminn 1717 sem er opinn allan sólarhringinn fyrir fólk sem þarf andlegan stuðning.
-Frú Ragnheiður, sérútbúinn bíll sem sjálfboðaliðar aka um götur höfuðborgarinnar og veita skaðaminnkandi heilbrigðisaðstoð og nálaskiptaþjónustu.
-Ungfrú Ragnheiður sem sinnir sambærilegu starfi og Frú Ragnheiður en er staðsett á Akureyri.
-Áfallasjóður sem ætlað er að styðja við fólk sem lent hefur í skyndilegu fjárhagslegu áfalli, svo sem í tengslum við sjúkdóma eða slys.
-Konukot sem er næturathvarf fyrir heimilislausar konur.
Við þetta bætist svo, námsaðstoð, vinahópar, tómstundastjóður flóttabarna og fleira og fleira...
Framlag þitt skiptir þess vegna miklu máli.
Opnunartímar eru óbreyttir: Verslunin er opin fimmtudaga frá 16 til 18 og laugardaga frá 14 til 16.
Sjáumst :)
Starfsfólk og stjórnendur Rauða kross verslunar í Langanesbyggð.