Fara í efni

Rafhleðslustöð á Þórshöfn

Fréttir
Á myndinni má sjá Hildi og Karen setja í samband við N1 skálann.
Á myndinni má sjá Hildi og Karen setja í samband við N1 skálann.

Í dag var vígð fyrsta rafhleðslustöðin fyrir bíla á Þórshöfn. Karen Konráðsdóttir rekstrarstjóri N1 skálans á Þórshöfn hafði veg og vanda að uppsetningu stöðvarinnar við skálann. Það var Langanesbyggð sem lagði til stöðina sem sveitarfélagið fékk að gjöf frá Orkusölunni. Fyrir eru í sameinuðu sveitarfélagi rafhleðslustöðvar við Svalbarðsskóla og við Grástein Guesthouse í Holti.
Fyrsti viðskiptavinurinn var Hildur Stefánsdóttir ferðaþjónusturekandi í Holti og rafbílaeigandi.