Ráðherra kynnir aðgerðir í orkumálum á NA landi.
06.11.2025
Fréttir
Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- og orkuráðherra heimsækir Þórshöfn í dag og mun kynna aðgerðir í orkumálum á NA landi og sérstaklega aðgerðir sem snerta Langanesbyggð. Um er að ræða bæði bráðaaðgerðir og áætlun til langs tíma. Fulltrúar Landsnets og Rarik munu ásamt ráðherra kynna aðgerðirnar og undirrita viljayfirlýsingu á Holtinu/Þórsveri kl. 14:00 í dag. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- og orkuráðherra mun sjálfur gera nánari grein fyrir því í hverju aðgerðir og áætlanir felast.
Íbúar eru sérstaklega velkomnir til að vera viðstaddir undirritun yfirlýsingarinnar sem mun marka tímamót í orkumálum á NA landi.