Fara í efni

Óveður á kjördag

Fréttir

Kjósendum er bent á, að á kjördag lítur út fyrir slæmt ferðaveður. Spáð er snjókomu eða éljum og viðvaranir hafa verið gefnar út.
Blint getur orðið og mjög hvasst. Vegagerðin mun leitast við að halda opnum leiðum eftir því sem skilyrði leyfa. Ennfremur er hægt að hafa samband við Þjónustumiðstöð á Þórshöfn í síma 846 4022 ef kjósendur komast ekki á kjörstað og leitast verður við að aðstoða eftir föngum. 

Bent er á, að utankjörfundarkosning er á Þórshöfn í dag, fimmtudag til kl. 17:00 og á morgun föstudag kl. 16:00. Fylgist vel með veðurspá Veðurstofunnar https://www.vedur.is/