Opnað fyrir umsóknir í Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina
			
					16.02.2021			
	
                    
                                    
                            Fréttir                        
                            
            Í gær, 11.febrúar, opnaði fyrir umsóknir í nýjan sjóð Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Stofnun sjóðsins, sem fengið hefur nafnið Lóa, er liður ráðuneytisins í að styðja við nýsköpun á landsbyggðinni vegna fyrirhugaðrar niðurlagningar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Heildarfjárhæð sem úthlutað verður 2021 er 100 milljónir króna og er hámarksstyrkur hvers verkefnis 20 milljónir króna. Úthlutað er til 1 árs í senn og skulu verkefnin miða við það.
Hlutverk styrkjanna:
- Auka við nýsköpun á landsbyggðinni
 - Styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni
 - Stuðla að uppbyggingu vistkerfis fyrir nýsköpunarstarfsemi og frumkvöðlastarf á forsendum einstakra svæða á landsbyggðinni
 
Umsóknarfrestur er til 9. mars 2021 og skal umsóknum skilað rafrænt á eyðublaðavef stjórnarráðsins. 
Hér er hægt að nálgast reglur sjóðsins. 
Hægt er að bóka ráðgjöf hjá atvinnuráðgjöfum SSNE sem geta aðstoðað við umsóknarskrif.