Fara í efni

Nýr verkefnastjóri Kistunnar á Þórshöfn

Fréttir

Ráðið hefur verið í starf verkefnastjóra Kistunnar á Þórshöfn. Christina Merkel hefur verið ráðin í starfið. Christina er búsett í Langanesbyggð og hefur háskólamenntun á sviði viðskiptafræði og upplýsingatækni. Hún hefur víðtæka reynslu af fjölbreyttum verkefnum á sviði verkefnastjórnunar, m.a. í störfum fyrir fyrir Controlant hf., 1xInternet, Sybit GmbH og Constellium Switzerand. Kistan er atvinnu- og nýsköpunarsetur í Langanesbyggð sem hefur það að markmiði að skapa samfélag stofnana, fyrirtækja og frumkvöðla undir einu þaki og styðja við samfélagsþróun með fjölbreyttum verkefnum. Christina mun taka til starfa í sumarlok og við bjóðum hana velkomna til starfa.