Fara í efni

Nýr þjálfari og starfsmaður UMFL og Langanesbyggðar.

Fréttir

Ungmennafélag Langnesinga er stolt að kynna nýjan þjálfara og starfsmann Sigurbjörn Veigar Friðgeirsson. Sigurbjörn mun einnig vinna fyrir Langanesbyggð og er þetta starf því samstarf á milli sveitarfélagssing og UMFL sem er afar ánægjulegt. Sigurbjörn er 31 árs, með BSc gráður í íþrótta- og heilsufræðum frá HÍ og hefur síðan starfað við ýmiskonar þjálfun. Lengst af við blakþjálfun ungmenna og fullorðinna, einnig unnið sem íþróttafræðingur í Gullsal Sporthússins og sem sjálfstætt starfandi einkaþjálfari. Síðustu þrjú ár hefur hann þjálfað frálsar íþróttir og knattspyrnu á sunnanverðum vestfjörðum auk þess að kenna íþróttir og sjá um íþrótta- og leikjanámskeið HHF á sumrin fyrir börn á svæðinu. Fyrir sveitarfélagið mun hann sjá um ýmis verkefni s.s. heilsueflandi samfélag og önnur tilfallandi verkefni auk þess að koma að viðburðum sem sveitarfélagið kemur að með einum eða öðrum hætti, s.s. á vegum ÍSÍ, UMFÍ, Bryggjudaga ofl. Það er von okkar að með því að ráða fastan þjálfara náum við að efla íþróttastarfið okkar enn frekar og halda áfram að byggja upp heilbrigða æsku. Sigurbjörn er afar spenntur að takast á við verkefnið og ánægður að flytja nær heimahögum á Kópaskeri. Við bjóðum Sigurbjörn velkominn til starfa og vonum að íbúar taki vel á móti honum. ÁFRAM UMFL.