Fara í efni

Nýr starfsmaður á skrifstofu Langanesbyggðar

Fréttir

Bjarnheiður Jónsdóttir hefur verið ráðin til starfa á skrifstofu Langanesbyggðar. Hún er viðskiptafræðingur að mennt og hefur fjölþætta reynslu úr atvinnulífinu. Bjarnheiður mun einkum sinna reikningshaldi, áætlanagerð, greiðslu reikninga og launabókhaldi ásamt fleiri tilfallandi störfum. 
Við bjóðum hana velkomna til starfa hjá Langanesbyggð.