Fara í efni

Nýjar reglur um flokkun sorps, móttöku og förgun sorps 2024

Fréttir

Nú er unnið að því hörðum höndum að skipuleggja sorphirðu, móttöku og förgun sorps samkvæmt þeim nýju reglum sem tóku gildi um síðustu áramót. Þá verður öllum gert að flokka sorp í 4 flokka og tunnum fjölgað um 2, 
1. Grá tunna (fyrir almennt sorp, merkt sem slík)
2. Græn tunna (fyrir pappa, merkt sem slík)
3. Græn tunna (fyrir plast, merkt sem slík)
4. Brún tunna (fyrir lífrænan úrgang - matarleifar) 
Ný móttökustöð ásamt flokkunarhúsi verður sett upp við Háholt 4-6 en sú lóð hefur verið stækkuð til að koma sorpflokkunarhúsinu fyrir. Sorphirðan, flutningur og förgun verður boðin út (í einu lagi eða hlutum) og umhverfisfulltrúi ráðinn til að hafa eftirlit með stöðinni ásamt fleiri verkefnum á sviði umhverfismála. Þetta kerfi verður kynnt rækilega þegar liður að því að það verði tekið upp. Sorphirðan hefur  skýra heimild til að losa ekki tunnur með slíkum úrgangi þar sem öllu ægir saman í einni tunnu. Límt verður yfir lokin með skýringum á því hvers vegna tunnan var ekki tæmd. 

Sveitarstjóri