Fara í efni

Ný skrifstofa Langanesbyggðar tekin formlega í notkun

Fréttir

Ný skrifstofa Langanesbyggðar var formlega tekin í notkun í gær. Framkvæmdirnar hófust í vor og lauk að mestu í lok september sl. og var lögheimili sveitarfélagsins flutt 1. október sl. Ýmiss smá frágangur er eftir sem hefur m.a. tafist vegna seinkunnar í framleiðslu húsgagna o.fl.

Frá upphafi var lögð á það áhersla að heimamenn kæmu að sem flestum þáttum framkvæmda við vinnu við innréttingar og frágang skrifstofunnar. Dawid smiður ehf. sá að mestu um smíði innréttinga og lagningu gólfefnis, auk þess sem rafmagnsvinna var að mestu í höndum rafvirkja sem nú býr á Bakkafirði. Þá komu starfsmenn Þjónustumiðstöðvar að ótal smærri verkefnum og stóðu sig frábærlega vel eins og aðrir sem komu að verkefninu.

Jarþrúður Árnadóttir prestur hér á Þórsöfn fór með húsblessun og bæn en að því loknu skoðuðu gestir sem voru fjölmargir húsakynnin.