Ný póstnúmer um mánaðarmótin
			
					24.11.2017			
	
                    
                                    
                            Fréttir                        
                            
            
							
						Íslandspóstur tekur í gildi ný póstnúmer um mánaðarmótin
			Íslandspóstur tekur í innleiðir nokkur ný póstnúmer um mánaðarmótin, nóvember/desember nk. Þetta er gert til að greina betur á milli dreifbýlis og þéttbýlis.
Áhrif breytinganna í Langanesbyggð verða þau einu að nýtt póstnúmer verður í dreifbýli á Langanesströnd, 686 Bakkajörður - dreifbýli.
Bakkafjörður verður áfram með 685 og 680 verður áfram fyrir Þórshöfn og 681 fyrir Svalbarðshrepp og annað dreifbýli i Langanesbyggð.
Það verða því fjögur póstnúmer í Langanesbyggð frá og með 1. desember nk.