Fara í efni

Ný heimasíða Langanesbyggðar er komin í loftið

Fréttir

Ný heimasíða Langanesbyggðar er komin í loftið. Með henni fylgja ýmsir nýir og auknir möguleikar, auk þess sem öryggi er mun betra en áður. 

Við viljum hvetja alla notendur og aðra áhugasama að skoða síðuna og kynna sér. Þó hún sé búin að vera nokkurn tíma í undirbúningi, er ljóst að hana má bæta í framtíðinni. Því viljum við óska eftir ábendingum bæði um efni sem má koma inn og annað sem betur má fara.

Svo óskum við okkur öllum til hamingju með nýju síðuna og vonum hún verði til bóta fyrir alla.