Norsk skip fylla höfnina
			
					13.02.2018			
	
                    
                                    
                            Fréttir                        
                            
            
							
						Síðustu daga hafa norsk skip komið með loðnu í bræðslu á Þórshöfn og eru nú fjögur skip í höfninni. Í heildina hafa þau landað rúmum tvö þúsund tonnum en um 30 norsk skip eru nú á miðunum. Þau mega þó ekki vera á veiðum lengur en til 22 febrúar. Þó höfnin á Þórshöfn sé nokkuð stór þá virðist hún allt í einu pínulítil þegar þessi skip er öll inni, og fimmta skipið bíður þess að komast inn.
			Síðustu daga hafa norsk skip komið með loðnu í bræðslu á Þórshöfn og eru nú fjögur skip í höfninni. Í heildina hafa þau landað rúmum tvö þúsund tonnum en um 30 norsk skip eru nú á miðunum. Þau mega þó ekki vera á veiðum lengur en til 22 febrúar. Þó höfnin á Þórshöfn sé nokkuð stór þá virðist hún allt í einu pínulítil þegar þessi skip er öll inni, og fimmta skipið bíður þess að komast inn. Hafnarvörður sendi þessa skemmtilegu mynd þar sem sjá má höfnina úr nokkurri hæð.


Höfnin á Þórshöfn á laugardaginn. Mynd Gréta Bergrún