Fara í efni

Námskeið á Vopnafirði

Fréttir
Dagana 7-9 sept. síðastliðin var haldið námskeiðið Slökkviliðsmaður 1  á Vopnafirði og var það Brunamálastofnun sem stóð fyrir því.Frá Slökkviliði Langanesbyggðar fóru fjórir menn en það vor

Dagana 7-9 sept. síðastliðin var haldið námskeiðið Slökkviliðsmaður 1  á Vopnafirði og var það Brunamálastofnun sem stóð fyrir því.

Frá Slökkviliði Langanesbyggðar fóru fjórir menn en það voru þeir Kristján, Steinn, Árni Bragi og Piotr.

Í lýsingu á námskeiðinu er eftirfarandi:

Markmið

Námið á að gera slökkviliðsmenn hæfa til að vinna af fagmennsku við störf sín og vera slökkviliði sínu til sóma og tryggja rétt og fumlaus vinnubrögð. Að loknu námi skal nemandinn vera hæfur til slökkvistarfa utanhúss, til að annast vatnsöflun, reyklosun og dælingu.