Mótvægisaðgerðir: Viðbrögð úti á landi blendin
14.09.2007
Mótvægisaðgerðir þær sem ríkisstjórnin kynnti í gær falla í misjafnan jarðveg hjá heimamönnum á þeim svæðum sem aðgerðirnar beinast að. Formenn sambanda sveitarfélaga á Norðurlandi telja báðir jákvætt að gripið sé inn í vandann en boðaðar aðgerðir veki jafnframt upp ýmsar spurningar. Björn Ingimarsson, formaður sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, segir sumar þessara aðgerða séu þegar komnar af stað og því ekki nýjar mótvægisaðgerðir. En boðaðar aðgerðir kalli í raun á að menn fari að átta sig á því hvernig hægt verður að nálgast vandann og hvar sóknarfærin liggi. Adolf H. Berntsen, formaður sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, segist vænta þess að boðaðar mótvægisaðgerðir séu aðeins upphafið að frekari aðgerðum. Áhrifin af niðurskurði þorsskvóta séu ekki komnar fram að fullu.
Sjá frétt