Fara í efni

Móttaka rúlluplasts og annars plasts á móttökustöð

Fréttir

Vakin er athygli þeirra sem skila inn rúlluplasti eða öðrum plastútgangi að plastið skal vera hreint og frágengið í til þess gerðum glærum pokum þannig að hægt sé að skoða innihald. Pokar til að setja plastið í fást í Kjörbúðinni á Þórshöfn.
Ekki verður tekið við plasti í ógagnsæjum pokum eða í lausu framvegis nema gegn gjaldi. 
Á meðfylgjandi myndum má sjá óásættanlegan frágang á plasti sem komið var með til endurvinnslu. Þetta plast er ekki hægt að endurvinna og fylgir því mikill kostnaður að farga því.