Fara í efni

Menningarstefna Langanesbyggðar

Fréttir

Sveitarstjórn samþykkti menningarstefnu fyrir sveitarfélagið á fundi sínum 17. desember sl.

Með samþykkt þessari leitast sveitarstjórn "... við að stuðla að öflugu og frjóu lista- og menningarlífi í Langanesbyggð í samstarfi við aðra opinbera aðila, frjáls félagasamtök og einstaklinga. Þar sem menningarmál eru mikilvæg stoð góðra lífsgæði í hverju samfélagi, leggur sveitarstjórn því áherslu á að efla menningarstarf þó svo að slíkt sé ekki lögbundið verkefni sveitarfélaga, eins og segir í inngangi stefnunnar. 
Þar segir ennfremur: "Markmið menningarstefnu Langanesbyggðar er að skapa sem best skilyrði fyrir varðveislu, ræktun og miðlun hins sameiginlega menningararfs okkar og tryggja eftir föngum að allir geti notið menningarlífs.  Öflugt menningarlíf er ein frumforsenda þess að byggðarlagið geti haldið sínum hlut í þeirri óhjákvæmlegu samkeppni sem ríkir milli landsvæða um fólk og fyrirtæki.  Menning og listir auðga líf einstaklinganna og hafa mikla þýðingu fyrir velferð þeirra og samfélagsins í heild. Enn fremur að búa í haginn fyrir skapandi, lifandi listastarfsemi og stuðla að þátttöku íbúanna á því sviði. Sveitarstjórn Langanesbyggðar leggur því áherslu á að sérstaða Langanesbyggðar sem menningarsamfélags verði efld."
Stefnuna má sjá í heild sinni hér.