Fara í efni

Meira um Jósef hinn svissneska

Íþróttir
26 september 2007Farfuglinn Jósef skiptir um farskjóta og Gamla reiðhjólið fer á Tækjaminjasafnið á Seyðisfirði.Smellið á mynd til að sjá grein eftir Líneyju Sigurðardóttir í  Morgunblaðinu.

26 september 2007
Farfuglinn Jósef skiptir um farskjóta og

Gamla reiðhjólið fer á Tækjaminjasafnið á Seyðisfirði.

Smellið á mynd til að sjá grein eftir Líneyju Sigurðardóttir í  Morgunblaðinu.

Svissneska pósthjólið, sem framleitt var árið 1964, hefur reynst ferðalangnum Jósef hinn þarf
asti þjónn í þau 23 ár sem hann hefur ferðast um á hjólinu hér á landi. Jósef tók það sérstaklega fram að aldrei hafi sprungið hjá honum dekk á hjólinu öll þessi sumur á Íslandi, né orðið loftlaust.
Nú er komið að því að bæði Jósef og hjólið hvíli sig, hann verður sjötugur á næsta ári og hjólið er 44ra ára. Suzuki "húsbíllinn" frá Skúla bónda á Ytra-Álandi leysir hjólið af hólmi og bíður eftir Jósef næsta vor. Öllu er haganlega fyrir komið í bílnum og nóg pláss bæði til að elda og sofa, sagði Jósef og kann Skúla góðvini sínum bestu þakkir.
Jósef á ekki bíl í heimalandi sínu og segist heldur vilja nota peningana til
Íslandsferðanna en þetta er tuttugasta og fjórða sumar hans hér á landi. Næsta sumar verður tuttugusta og fimmta sumar Jósefs á Íslandi og hann stefnir að því að vera á hótel Svartaskógi fyrir austan á sjötugsafmæli sínu þann 17. maí.
 Jósef er umhugað um hreint og ómengað umhverfi og er ánægður með það að hafa ekki mengað andrúmsloftið með útblæstri frá bíl í heil 23 ár og getur því með góðri samvisku ekið um á litla húsbílnum sínum næstu sumur.
Hjólið góða er nú á leiðinni til Seyðisfjarðar, á Tækniminjasafn Austurlands og
fær þar væntanlega virðingarsess.
Líney Þórshöfn