Ljósleiðari kominn í notkun
			
					09.03.2018			
	
                    
                                    
                            Fréttir                        
                            
            
							
						Fyrsta áfanga ljósleiðaravæðingar dreifbýlis í Langanesbyggð er lokið. 
			Fyrsta áfanga ljósleiðaravæðingar dreifbýlis í Langanesbyggð er lokið. Nú geta þeir sem lagt var til á síðasta ári haft samband við sína þjónustuaðila og beðið um að kveikt verði á ljósleiðaratengingunni.
Um er að ræða dreifbýli á Langanesi, fyrir utan og innan Þórshöfn, þ.e. Eiði, Hlíð, Sauðanes, Ytra-Lón, Syðra-Lón, Syðri-Brekkur og Ytri-Brekkur. Bæir við Hafralónsá voru þegar tengdir með tengingu í gegnum ljósleiðara Svalbarðshrepps.