Leikskólinn fær Grænfána í þriðja sinn
			
					04.12.2017			
	
                    
                                    
                            Fréttir                        
                            
            
							
						Á föstudaginn var Grænfánanum flaggað á Barnabóli en þetta er í þriðja sinn sem leikskólinn uppfyllir skilyrði til að fá viðurkenningu sem Grænfánaleikskóli. Viðurkenningin er veitt til tveggja ára í senn og voru börnin spennt að draga fánann að húni. Almar Marinósson afhenti þeim fánann fyrir hönd Landverndar og spurði börnin aðeins út í hvaða merkingu þetta hefði. Ekki stóð á svörum, það var að henda ekki rusli, tína upp rusl ef þau sjá það, lita báðu megin á blöðin og nota blöð aftur, flokka rusl, auk fleiri skemmtilegra upplýsinga. 
			Á föstudaginn var Grænfánanum flaggað á Barnabóli en þetta er í þriðja sinn sem leikskólinn uppfyllir skilyrði til að fá viðurkenningu sem Grænfánaleikskóli. Viðurkenningin er veitt til tveggja ára í senn og voru börnin spennt að draga fánann að húni. Almar Marinósson afhenti þeim fánann fyrir hönd Landverndar og spurði börnin aðeins út í hvaða merkingu þetta hefði. Ekki stóð á svörum, það var að henda ekki rusli, tína upp rusl ef þau sjá það, lita báðu megin á blöðin og nota blöð aftur, flokka rusl, auk fleiri skemmtilegra upplýsinga.


