Fara í efni

Langanesvíkingur á Bakkasandi

Tónleikar
Það er löngu orðin hefð að halda Langanesvíkinginn á hverju sumri. Í Langanesvíkingi er keppt í kvenna- og karlaflokki í ýmsum skemmtilegum þrautum sem reyna á krafta, þrek og þol. Í sumar verður keppÞað er löngu orðin hefð að halda Langanesvíkinginn á hverju sumri. Í Langanesvíkingi er keppt í kvenna- og karlaflokki í ýmsum skemmtilegum þrautum sem reyna á krafta, þrek og þol. Í sumar verður keppnin í fyrsta sinn haldin á Bakkasandi í Bakkafirði og hefst kl. 13:00 sunnudaginn 19. júlí. Það er nýtt félag, Aflraunafélag Akureyrar sem sér um keppnina að þessu sinni.
Á heimasíðu AFA segir svo um stofnun félagsins: Aflraunafélag Akureyrar var stofnað á haustmánuðum 2008, á sama tíma og mikil vandræði og neikvæðni riðu yfir landsmenn í fjármálavandræðum þjóðarinnar ákváðum við að horfa frekar fram á veginn og stofnuðum nýtt félag. Félag sem hefði að leiðarljósi að byggja upp aflraunir og kraftlyftingar á Akureyri og Íslandi öllu. http://www.aflraunir.net/