Fara í efni

Langanesbyggð óskar eftir að ráða starfsmann

Fréttir

Langanesbyggð óskar eftir að ráða starfsmann í þjónustumiðstöð Langanesbyggðar með hafnarvörslu á Bakkafirði sem meginstarf.

Starfssvið

  • Annast almenna starfsemi hafnarinnar og þjónustu við viðskiptavini hennar
  • Vigtun sjávarafla og skráningu upplýsinga um löndun
  • Eftirlit með hafnarsvæðum, umferð um þau og umgengni og daglegt viðhald hafnarmannvirkja og búnaðar hafnarinnar
  • Öryggismál hafnarinnar, mengunarvarnir og hafnarvernd
  • Hafnarvörður er starfsmaður þjónustumiðstöðvar Langanesbyggðar og vinnur önnur tilfallandi störf eftir því sem við á hverju sinni

Hæfniskröfur

  • 30 tonna siglingaréttindi pungapróf er kostur
  • Aukin ökuréttindi eru kostur
  • Grunnþekking á tölvuvinnslu
  • Réttindi á hafnarvog er kostur
  • Góð íslenskukunnátta
  • Enskukunnátta er kostur
  •  
  • Viðkomandi þarf að hafa ríka þjónustulund, jákvætt viðhorf til ólíkra verkefna sem birtast starfsmönnum sveitarfélaga, og vera ávallt íbúum sveitarfélagsins og viðskiptavinum hafnarinnar lausnamiðaður og hjálpfús.
  • Búseta á Bakkafirði er mjög æskileg

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag

Nánari upplýsingar veitir: Elías Pétursson, sveitarstjóri, S: 468 1220 og 892 0989 - elias@langanesbyggd.is

Umsókn um starfið skal senda í netfangið langanesbyggd@langanesbyggd.is og skal henni fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl 2019.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.