Fara í efni

Langanesbyggð kaupir hús Landsbankans

Fréttir

Við vígslu nýrrar skrifstofu Langanesbyggðar að Langanesvegi 2 skýrði Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti frá því að samningar hafi tekist við Landsbankann um kaup á húsinu að Fjarðarveg 5. Landsbankinn flutti úr húsinu síðla sumars í Kjörbúðina. Við þetta tækifæri sagði Þorsteinn að ætlunin væri að skapa þar aðstöðu fyrir ný störf í sveitarfélaginu. "Því má segja"  sagði hann  "að  allt er að gerast“ og mikill hugur í Langnesingum þegar horft er til framtíðar.