Langanesbyggð auglýsir íbúð til leigu fyrir aldraða og/eða öryrkja.
11.08.2025
Fréttir
Íbúð til leigu fyrir aldraða og öryrkja að Bakkavegi 23 – íbúð 3C
Langanesbyggð auglýsir til leigu íbúð að Bakkavegi 23 – íbúð 3C. Íbúðin er 2ja herbergja og 65m2.
Umsóknarfrestur er til 1. september 2025. Íbúðin leigist frá og með 1. október 2025. Íbúðin er ætluð öldruðum og/eða öryrkjum og verður úthlutað samkvæmt reglum þar um. Umsóknareyðublöð eru hér:
Sérstök matsnefnd metur umsóknir um íbúðina og kallar eftir frekari gögnum. Þær umsóknir sem þegar hafa borist þarf ekki að endurnýja en viðkomandi þarf að ítreka að umsóknin sé enn í gildi.
Björn S. Lárusson
Sveitarstjóri