Fara í efni

Kynning á sveitarstjórnarfundum og nefndarfundum

Fréttir

Ákveðið hefur verið að halda kynningarfund um sveitarstjórnarfundi og nefndarfundi þriðudaginn 20. september kl. 17:00 í Þórsveri.

Fundurinn er sérstaklega ætlaður aðal- og varfulltrúum í sveitarstjórn og nefndum sveitarfélagsins. Fundurinn er einnig opinn öllum þeim sem vilja kynna sér hvernig sveitarstjórn og nefndir sveitarfélagsins vinna og afgreiða mál.

Fjallað verður vítt og breytt um réttindi og skyldur þeirra sem starfa í nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins. Ekki er um tæmandi yfirferð að ræða en gefin kostur á að svara spurningum. Farið er yfir flest þau atriði sem varða form funda, hlutverk, boðun funda, fundarstjórn og fundarritun svo eitthvað sé nefnt.

EfniI. Almenn atriði –, boðun funda o.fl. – kynning
II. Skipulag og stjórnun funda – m.a. dagskrá, stjórnun funda, afgreiðsla mála
III. Fundagerðir
IV. Nefndir og ráð sem kosið er til og samstarf sveitarfélaga - kynning

Björn S. Lárusson
Sveitarstjóri