Kynningarfundur íbúa á Jónsabúð
			
					13.04.2018			
	
                    
                                    
                            Fréttir                        
                            
            
							
						Kynningarfundur um Langanesveg 2 (Jónsabúð) mánudaginn 16. apríl kl. 17:00 í félagsheimilinu Þórsveri
			Kynningarfundur um Langanesveg 2 (Jónsabúð) mánudaginn 16. apríl kl. 17:00 í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn
Sveitarstjórn Langanesbyggðar efnir til almenns kynningarfundar um fyrirhuguð áform um húsnæðið við Langanesvegi 2.
Eins og kunnugt er ákvað sveitarstjórn að kaupa allt húsið í vor, en það hefur staðið autt og ónotað öllum til vansa og óþurftar í mörg ár. Með kaupum á húsinu skapast tækifæri á koma því í notkun og efla þjónustu fyrir byggðalagið.
Á fundinum verður gerð grein fyrir þeim möguleikum sem kynntir hafa verið fyrir sveitarstjórn.
sveitarstjóri