Fara í efni

Kjörstaðir í sameiningakosningum 26. mars

Fréttir

Laugardaginn 26. mars fara fram kosningar um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps.

Rétt til að kjósa hafa allir 18 ára og eldri sem eru á kjörskrá í viðkomandi sveitarfélagi. Kjörskrár liggja frammi á skrifstofum sveitarfélaganna. Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki. Kjörfundir fara fram í hvoru sveitarfélagi og verða þeir opnir sem hér segir:

Kjörfundir í Langanesbyggð:

  • Félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn frá kl. 10 til 18
  • Skólavegi 5 á Bakkafirði (skólahúsinu) frá kl. 10 til 18

Kjörfundur í Svalbarðshreppi:

  • Svalbarðsskóla frá kl. 10 til 18

Íbúafundur verður í Þórsveri, Þórshöfn fimmtudaginn 17. mars kl. 20 - 21:30. Sent verður út af fundinum á Zoom og getur fólk fylgjst með útsendingu og komið með sjónarmið og fyrirspurnir. Tengill á fundinn verður settur inn síðar. 

Aðsetur kjörstjórnar verður annars vegar í Þórsveri og hins vegar í Svalbarðsskóla og hefst talning eftir að öllum kjörstöðum hefur verið lokað. Verða atkvæða talin og úrslit birt í hvoru sveitarfélagi á heimasíðum sveitarfélaganna. Talning atkvæða fer fram fyrir opnum dyrum og gefst kjósendum kostur á að vera viðstödd, eftir því sem húsrúm leyfir.

Um undirbúning, framkvæmd og frágang sveitarstjórnarkosninga fer eftir lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.

Kjörstjórnir Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps.