Kjörfundir á Bakkafirði og Þórshöfn
			
					23.09.2021			
	
                    
                                    
                            Fréttir                        
                            
            Kjörfundir á Bakkafirði og Þórshöfn vegna Alþingiskosinga hefjast kl 10:00 og þeim lýkur kl. 22:00. Á Bakkafirði er kosið í grunnskólanum og á Þórshöfn í Félagsheimilinu Þórsveri. Kjósendur athugið, að hafi enginn kosið í hálfa klukkustund eftir kl. 18 á kjördag hefur kjörstjórn heimild til að loka kjörstað. Kjósendur eru því hvattir til að mæta snemma á kjörstað. Yfirkjörstjórn hefur aðsetur á báðum stöðum. Aðalsímar yfirkjörstjórnar eru; 8942187, 8940688 og 8994582. 
Sérstakar reglur gilda um þá sem eru í sóttkví eða einangrun vegna covid á kjördag og allar upplýsingar um það eru á heimasíðu sýslumanns. 
https://island.is/s/syslumenn/kosningar
