Fara í efni

Jónas Egilsson ráðinn sveitarstjóri

Fréttir
Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti (t.h.) og Jónas Egilsson nýráðinn sveitarstjóri takast í hendur að
Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti (t.h.) og Jónas Egilsson nýráðinn sveitarstjóri takast í hendur að "covid-sið" í kjölfar undirritunar ráðningarsamnings í kjölfar sveitarstjórnarfundar.

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær, 26. mars sl., að ráða Jónas Egilsson sem sveitarstjóra út kjörtímabilið. „Hann hefur starfað sem skrifstofustjóri sveitarfélagsins og staðgengill sveitarstjóra frá í febrúar 2017 og leyst fyrrverandi sveitarstjóra af frá því um miðjan desember sl. og er því flestum hnútum sveitarfélagsins kunnugur. Auk þess hefur hann reynslu af stjórnum og sveitarstjórnarmálum,“ sagði Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti af þessu tilefni. Jafnframt lýsti hann tilhlökkun sinni með að starfa með nýjum sveitarstjóra.

 Jónas lauk BA prófi í stjórnmálafræði frá San José State University árið 1985 og MA prófi í alþjóðlegum samskiptum tveimur árum síðar frá University of San Diego. Hann starfaði í 13 ár sem framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og var framleiðstjóri Flúðasveppa um skeið. Hann var formaður Frjálsíþróttasambandsins í um áratug og framkvæmdastjóri í fimm ár, auk þess sem hann átti sæti í stjórn Frjálsíþróttasambands Evrópu í átta ár. Þá hefur hann sinnt fjölbreyttum ráðgjafa- og félagsstörfum um árabil.