Fara í efni

Jón Rúnar ráðinn til nýrrar Þjónustumiðstöðvar

Fréttir

Sveitarstjórn hefur samþykkt að ráða Jón Rúnar Jónsson sem forstöðumann nýrrar þjónustumiðstöðvar Langanesbyggðar frá og með 1. apríl nk.

Þjónustumiðstöðin mun yfirtaka starfsemi hafnar, eigna, lóða og lenda Langanesbyggðar. Sem forstöðumaður þjónustumiðstöðvar mun Jón Rúnar því hafa yfirumsjón með verklegum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins, umsjón, viðhald og rekstur gatna, stíga, opinna svæða, umsýsla með vinnuskóla, sorphirðu, gámavllum og umhirðu með sorpi.

Jón Rúnar Jónsson hefur undanfarin fimm ár gengt stöðu yfirhafnarvarðar sveitarfélagsins auk annarra verkefna, þannig að hann er vel kunnugur staðháttum og þeim viðfangsefnum sem ný þjónustumiðstöð verður með á sinni könnu.

Af þessu tilefni sagðist Elías Pétursson sveitarstjóri fagna þessum áfanga og sjá fyrir sér bætta og aukna þjónustu við íbúa, fyrirtæki og stofnanir sveitarfélagsins. Hann vildi einnig koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem sýndu þessu starfi áhuga því margir hæfir einstaklingar hefðu sótt um um og úr vöndu hefði verið að ráða við val á nýjum forstöðumanni. Elías vildi koma sérstöku þakklæti á framfæri við fráfarandi verkstjóra áhaldahússins fyrir hans góðu störf fyrir sveitarfélagið.