Fara í efni

Íþróttavika Evrópu í Langanesbyggð 23. - 30. september

Fréttir

Þá er dagskrá Íþróttaviku Evrópu orðin birtingarhæf með fyrirvara um hugsanlega breytingar. Það er frekar að bætist við en að dregið verði úr ef að veður veður verður ekki til friðs.

Athygli er vakin á að Ungmennafélag Langnesinga býður öllum ungmennum að æfa frítt út september í tilefni vikunnar.

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin víðsvegar um álfuna í september ár hvert. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.

Áhugasamir geta fylgt tilkynningasíðunni Heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð á Facebook en þar má vænta upplýsinga sem snúa að verkefninu sem og annarra tilkynninga varðandi heilsueflingu í sveitafélaginu.