Fara í efni

Íþróttamiðstöðin VER auglýsir eftir starfsfólki

Fréttir

Íþróttamiðstöðin Ver á Þórshöfn auglýsir eftir starfsfólki

Um er að ræða störf í vaktavinnu sem fela í sér sundlaugargæslu, þrif og afgreiðslu auk annarar tilfallandi þjónustu við íbúa og aðra gesti sem íþróttamiðstöðina sækja.

Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og munu þurfa að sitja námskeið í skyndihjálp og standast sundpróf laugarvarða samkvæmt reglugerð um hollustuhætti á sund og baðstöðum.

Í starfinu felst m.a:
- Öryggisvarsla við sundlaug og sundlaugarsvæði.
- Öryggisvarsla í þrek- og íþróttasal
- Klefavarsla/baðvarsla/gangavarsla/ rýmisvarsla.
- Afgreiðsla og önnur þjónusta við íbúa og aðra gesti.
- Þrif.

Hæfniskröfur:
- Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Laun taka mið af starfsmati og kjarasamningum Verkalýðsfélags Þórshafnar
Umsóknir og nánari fyrirspurnir sendist á: bjorn@langanesbyggd.is