Fara í efni

Íþróttamiðstöðin opin lengur

Fréttir
Frá og með 1. febrúar 2019, geta handhafar áskriftarkorta í þreksal Íþróttamiðstöðvarinnar

Frá og með 1. febrúar 2019, geta handhafar áskriftarkorta í þreksal Íþróttamiðstöðvarinnar, fengið aðgang að salnum utan hefðbundins opnunartíma.

Hægt er að sækja um aukinn aðgang í Íþróttamiðstöðinni á þar til gerðum eyðublöðum.

Hefðbundinn opnunartími íþróttamiðstöðvarinnar, þ.e. þegar vakt er í húsinu, er að jafnaði frá kl. 08:00-20:00 mánudaga til fimmtudaga og kl. 08:00-19:00, alla föstudaga. Hefðbundinn opnunartími á laugardögum er að jafnaði frá kl. 11:00-14:00 en engin vakt er á sunnudögum. Aukinn aðgangur er hins vegar heimilaður að jafnaði frá kl. 06:00-08:00 og 20:00-23:00 alla virka daga og frá 08:00-20:00 á laugardögum og sunnudögum.