Fara í efni

Íbúafundur um framtíð byggingar Grunnskólans á Þórshöfn

Fréttir Fundur

Boðað er til íbúafundar um framtíð byggingar Grunnskólans á Þórshöfn, fimmtudaginn 6. nóvember kl. 16:00 á Holtinu/Þórsveri. Þar verður farið yfir ástand skólans eins og hann er í dag og hvaða kostir hafa helst verið til skoðunar í þeirri stöðu.

Fundurinn er haldinn til að kynna stöðu mála og sérstaklega til að heyra skoðanir íbúa hvað varðar þá kosti sem við stöndum frammi fyrir og aðgerðir sem hugsanlegar eru. Ekki verður streymt frá fundinum. 

Athugið sérstaklega, að engin ákvörðun hefur verið tekin um hvað verður gert en verið að skoða ýmsa möguleika nánar, bæði kosti og galla.

Dagskrá fundarins:
1. Kynning á ástandi núverandi skólabyggingar í dag.
2. Möguleikar sem hafa verið sérstaklega skoðaðir:
     a) Að gera við skólann.
     b) Að byggja nýjan skóla á sama stað.
     c) Að byggja nýjan skóla á nýjum stað.
3. Umræður

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti á fundinum

Sveitarstjórn Langanesbyggðar