Íbúafundur 6. nóvember um framtíð byggingar Grunnskólans á Þórshöfn.
Ákveðið hefur verið að halda íbúafund um framtíð byggingar Grunnskólans á Þórshöfn fimmtudaginn 6 nóvember kl. 16:00. Þar verður farið yfir ástand skólans eins og hann er og hvaða kostir hafa helst verið til skoðunar í stöðunni. Athugið, að engin ákvörðun hefur verið tekin um hvað verður gert en verið er að skoða ýmsa möguleika, bæði kosti og galla.
Fundurinn er haldinn til að kynna stöðuna og sérstaklega að hlusta á skoðanir íbúa hvað varðar þá kosti sem við stöndum frammi fyrir og aðgerðir sem hugsanlegar eru. Nákvæm dagskrá fundarins og fundarstaður verða auglýst síðar.
Drög að hugsanlegri dagskrá:
1. Kynning á ástandi skólabyggingarinnar í dag.
2. Möguleikar sem hafa verið skoðaðir (viðgerð, ný bygging á sama stað, ný bygging á öðrum stað)
3. Tillaga sem hefur, samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar verið sérstaklega til skoðunar, ný bygging á nýjum stað. 
4. Hvernig gæti sú bygging litið út og hvar á að byggja.
5. Umræður.
Sveitarstjóri
