Fara í efni

Íbúafundir um mögulega sameiningu

Fréttir

Miðvikudaginn 6. október verða haldnir íbúafundir í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi um mögulega sameiningu sveitarfélaganna. Fundirnir verða haldnir sem hér segir:
Í Svalbarðsskóla í Svalbarðshreppi kl. 17 – 19
Í Þórsveri í Langanesbyggð kl. 20 – 22
Róbert Ragnarsson ráðgjafi sveitarstjórnanna mun mæta á fundina og svara fyrirspurnum varðandi fundarefni.

Fundarefni:
1. Fjárhagsleg úttekt á stöðu sveitarfélaganna og á sameiginlegu sveitarfélagi.
2. Tillaga og umræða um meðferð landeigna sveitarfélaganna.
3. Hugsanlegt sameiningarferli.

Fundinum frá Svalbarðhreppi verður streymt á Facebooksíðu Svalbarðshrepps (sjá hér að neðan) en sérstakur tengill verður settur á heimasíðu Langanesbyggðar 6. okóber þar sem íbúar geta fylgst með fundinum í Þórsveri á Þórshöfn. 
Nokkur fjöldi smita hafa greinst á NA landi að undanförnu og biðjum við því gesti að athuga, að æskilegt er að bera grímur, þó það sé ekki skylda og að virða 1  m fjarlægðarmörk.
Samráð við íbúa fer m.a. fram í gegnum samráðssíðuna www.menti.com , en einnig verður boðið upp á spurningar og ábendingar í fundarsal.

Tengill á Facebook síðu Svalbarðshrepps er hér; 
https://www.facebook.com/Svalbar%C3%B0shreppur-103926574492280

Tengill á Teams fund Langanesbyggðar er hér. 

Sveitarstjórnir Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps.