Fara í efni

Húsnæðisáætlun samþykkt fyrir Langanesbyggð

Fréttir

Sveitarstjórn Langanesbyggðar hefur samþykkt húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagið. Slík áætlun er gerð rafrænt í dag sem hefur í för með sér mikla hagræðingu og auðveldar bæði sveitarfélögum og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að virkja slíka áætlun. Áætlunin er "lifandi skjal" sem auðvelt er að endurskoða og koma til móts við breyttar aðstæður. Hún er einnig mikilvægt gagn fyrir húsbyggjendur, fjárfesta eða félög sem vilja  byggja í Langanesbyggð. Þá er áætlunin tæki í höndum þeirra til að sjá framtíðarmöguleika t.d. varðandi lóðaframboð á hverjum tíma. 
Langanesbyggð er eitt af fyrstu sveitarfélögum á landinu til að samþykkja slíka húsnæðisáætlun rafrænt.  Tengill á áætlunina er hér fyrir neðan. 

Húsnæðisáætlun Langanesbyggð 2022