Húsnæðið að Langanesvegi 2 í eigu sveitarfélagsins
			
					22.02.2018			
	
                    
                                    
                            Fréttir                        
                            
            
							
						Á síðasta fundi sveitarstjórnar, 15. febr.s sl., var samþykkt að heimila sveitarstjóra að undirrita kaupsamning á húsnæðinu að Langanesvegi 2, stundum nefnd Jónsabúð.
			Á síðasta fundi sveitarstjórnar, 15. febrúar sl., var samþykkt að heimila sveitarstjóra að undirrita kaupsamning á húsnæðinu að Langanesvegi 2, stundum nefnd Jónsabúð. Húsnæðið hefur staðið autt í mörg ár og verið til vansa í mörg ár.
Samþykki sveitarstjórnar er gert með fyrirvara um að engir alvarlegir gallar komi fram við úttekt á húsinu.
"Á næstu vikum verður mótuð stefna um hvað gert verður við húsið, en núna skapast tækifæri á að koma því í gagnið samfélaginu til hagsbóta," sagði Þorsteinn Ægir Egilsson, oddviti Langanesbyggðar aðspurður um kaupin.