Fara í efni

Hundaeigendur athugið!

Fréttir

Enn er nokkuð um það að haft er samband við skrifstofur Langanesbyggðar og kvartað undan því að hundar gangi lausir í þéttbýli.  Skýrt er kveðið á um það í samþykktum um hundahald í þéttbýli í sveitarfélaginu að hundar skuli ekki, undir nokkrum kringumstæðum, ganga þar lausir.  Þess er vænst að hundaeigendur virði gildandi reglur og að ekki þurfi að koma til þess að grípa þurfi til refsiaðgerða og jafnvel leyfissviptingar.

 Rétt er að minna á að komi til þess að starfsmenn sveitarfélagsins þurfi að hafa afskipti af hundum vegna brota á umræddum reglum nemur handsömunargjald kr. 16.987,-, í fyrsta skipti, kr. 22.649,-, í annað skipti, og kr. 28.312,- í þriðja skipti. Ef um alvarleg eða ítrekuð brot er að ræða afturkallast viðkomandi undanþága til hundahalds.

 Þeir hundaeigendur sem einhverra hluta vegna hafa ekki gengið frá nauðsynlegum formsatriðum til að fá undanþágu til hundahalds í þéttbýli sveitarfélagsins eru hvattir til að gera slíkt hið fyrsta