Hunda- og kattahreinsun í Langanesbyggð
			
					09.11.2017
						
	
                    
                                    
                            Fréttir                        
                            
            
							
						Boðið verður upp á hunda- og kattahreinsun á Þórshöfn og Bakkafirði
			Hunda- og kattahreinsun
Boðið verður upp á hunda- og kattahreinsun á Þórshöfn og á Bakkafirði fimmtudaginn 9. nóvember n.k.
Staðsetning:            Þórshöfn:  Í áhaldahúsinu milli kl 15:30-17:00.
                                     Bakkafirði: Í áhaldahúsinu milli kl 18:00-18:30
Þeir sem eru með óskráða hunda eða ketti geta skráð á staðnum og látið taka mynd af hundinum/kettinum. Hunda og kattahreinsun er innifalin í skráningargjaldi hunda og katta í Langanesbyggð.
Hægt er að láta örmerkja dýrin á staðnum en slíkt er gert á kostnað eigenda.
Allir hunda og kattaeigendur eru hvattir til að láta hreinsa gæludýrin sín.