Fara í efni

Hunda-og kattaeigendur athugið

Fréttir

Að gefnu tilefni eru gæludýraeigendur minntir á að lausaganga hunda og katta er bönnuð í Langanesbyggð.

Úr samþykkt um hunda-og kattahald í Langanesbyggð.

7. gr.
Við brot á skilyrðum fyrir leyfi til hunda- og kattahalds má fjarlægja viðkomandi dýr. Skal
dýrinu komið fyrir sé um að ræða fyrsta brot og sé það minniháttar. Handsömun á ómerktu dýri skal
auglýsa tryggilega, t.d. í staðarblaði. Eigandi dýrsins skal leysa það út gegn greiðslu handsömunargjalds og alls annars kostnaðar vegna brotsins. Sé um að ræða alvarlegt eða ítrekað brot, skal
afturkalla viðkomandi leyfi til hunda- eða kattahalds.
Hunda sem ráðast á menn eða skepnur skal fjarlægja og er heimilt að aflífa þá þegar í stað.
Önnur dýr er heimilt að afhenda ef þeirra er vitjað innan 7 daga frá því að dýrið var handsamað, enda
hafi handsömunargjald og annar áfallinn kostnaður áður verið greiddur. Að öðrum kosti er heimilt að
aflífa dýrið enda hafi eiganda verið gert ljóst hvað vanræksla á að vitja þess geti haft í för með sér.
Kostnaður greiðist af eiganda.
Sveitarstjórn er heimilt hvenær sem er að afturkalla leyfi fyrir einstökum hundum og köttum eða
öll veitt leyfi telji hún þess þörf í þágu hollustuhátta og öryggissjónarmiða.
II. KAFLI
Hundahald.
8. gr.
Innan þéttbýlismarka skal hundur aldrei ganga laus heldur vera í taumi í fylgd aðila sem hefur
fullt vald yfir honum. Þegar hundur er í festi á lóð skal lengd festarinnar við það miðuð að óhindrað
megi ganga að aðaldyrum viðkomandi húss.
Utan þéttbýlismarka er heimilt að sleppa hundi lausum undir eftirliti umsjónarmanns án þess þó
að gengið sé á rétt viðkomandi landeiganda.