Fara í efni

Hreinsunardagur fjölskyldunnar laugardaginn 18. maí

Fréttir

Hreinsunardagur fjölskyldunnar í okkar fögru þorpum verður að þessu sinni n.k. laugardag 18. maí.

Allir sem vettlingi geta valdið og eiga heimangengt eru hvattir til að mæta stundvíslega.

  • Á Bakkafirði byrjum við klukkan 13:00 við Skólagötu 5 Bakkafirði.
  • Á Þórshöfn byrjum við klukkan 11:00 við Sunnuveg, Áhaldahús eða Íþróttahús.

Hreinsa skal þannig að hóparnir endi sem næst miðju þorpanna og hjálpist að við hreinsun svæða í lokin.

Garðeigendur ættu að nota tækifærið og taka rækilega til í eigin görðum fram að hreinsunardegi og koma frá sér rusli í safnhauga hreinsunardagsins.

Starfsmenn sveitarfélagsins munu aðstoða við tiltektina, þ.e. útdeila pokum og hirða þá ruslahauga sem munu skapast.

Við gerum ráð fyrir að klára yfirferðina á um 4 klukkustundum, að verki loknu munum við grilla í boði Langanesbyggðar við Skólagötu 5 á Bakkafirði og við Íþróttahúsið á Þórshöfn.