Fara í efni

HREINSUNARDAGUR FJÖLSKYLDUNNAR Á MORGUN, LAUGARDAGINN 29. MAÍ

Fréttir

Hreinsunardagur fjölskyldunnar í okkar fögru þorpum verður að þessu sinni á morgun, laugardaginn 29. maí n.k. Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að mæta stundvíslega.

  • Á Bakkafirði byrjum við klukkan 13.00 við Grunnskólann.
  • Á Þórshöfn byrjum við klukkan 11.00 við Sunnuveg, Áhaldahús og Íþróttahús.

Hreinsa skal þannig að hóparnir endi sem næst miðju þorpanna og hjálpist að við hreinsun svæða í lokin.

Garðeigendur ættu að nota tækifærið og taka rækilega til í eigin görðum fram að hreinsunardegi og koma frá sér rusli í safnhauga hreinsunardagsins. Starfsmenn sveitarfélagsins aðstoða m.a. með því að deila út pokum og hirða rusl við lóðarmörk húsa. Gætið þess að gott aðgengi sé til að hirða það þegar starfsmenn fara um þorpin.

Við gerum ráð fyrir að klára yfirferðina á um 4 klukkustundum. Að verki loknu munum við grilla í boði Langanesbyggðar við Grunnskólann á Bakkafirði og við Íþróttahúsið á Þórshöfn.

Við viljum vekja sérstaka athygli á eftirfarandi:

Eigendum ónýtra bíla er bent á að fjarlægja flökin hið fyrsta. Eftir hreinsunarátakið mun þeim sem ekki verða við þessari ábendingu gefin frestur til að fjarlægja bílflök sem lagt hefur verið númerslausum við götur og á bílastæðum. Við bendum einnig eigendum fyrirtækja á það, að huga vel að tiltekt við fyrirtæki sín því starfsleyfi fyrirtækja byggir á m.a. á snyrtilegu umhverfi.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd Langanesbyggðar