Fara í efni

Hreinsun strandlengjunnar

Fréttir

Dagana 13.-14. ágúst munu umhverfissamtökin Oceanmission auk nokkurra sjálfboðaliða frá World wide friends ganga og hreinsa valdar strandlengjur í Langanesbyggð í samvinnu við sveitafélagið. Markmið samtakanna er að fræða almenning um ástand hafsins og þær áskoranir sem mannkynið stendur frammi fyrir auk þess að hvetja fólk til aðgerða gegn hnignun hafsins.
Þátttaka í verkefninu er opin öllum þeim íbúum sem vilja og áhugasömum er bent á að hafa samband við Sigurbjörn V. í síma 866-2976 eða í gegn um netfangið sigurbjornf@langanesbyggd.is fyrir frekari upplýsingar og til að tilkynna þáttöku í verkefninu.

Fræðast má nánar um starfsemi samtakanna á oceanmission.org