Fara í efni

Hreinsun á gámavöllum, breyting á gjaldskrá

Fréttir

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær að herða á reglum um umgengni á gámavöllum (geymslusvæðí gáma við Langholt). Áður hefur þeim sem geyma gáma á svæðinu verið sent bréf þar sem þeir eru áminntir um umgengni á svæðinu. Eftir breytingu hljóðar 10. grein reglna þannig:

                                                                                                                                                   10. gr.
Leigutaka er skylt að ganga vel og snyrtilega um svæðið. Leigutaki skal gæta þess að valda ekki öðrum leigutökum ónæði eða óþægindum t.d. með því að hefta aðgengi að svæðinu þeirra. Leigutaki skal loka og læsa hliði geymslusvæði við brottför. Óheimilit er að geyma hluti ofna á gámum
sem eru í geymslu, við hlið þeirra, milli gáma eða utan gáms. Slíkir hlutir verða fjarlægðir af starfsmönnum sveitarfélagsins án fyrirvara.  

 Í ráði er að skipuleggja svæðið mun betur en það er í dag og mega eigendur gáma gera ráð fyrir að eitthvað rask fylgi því. Teiknaðir verða upp reitir fyrir 20" og 40" gáma til að afmarka það svæði sem notendur hafa auk þess sem gott pláss verður á mlli þeirra til að athafna sig. Það pláss er ekki ætlað til að geyma hluti, né í kring um gámana eða ofan á þeim. Þá verður einnig óheimilt að "bæta" við það pláss sem leigt er með byggingum sem ekki er leyfi fyrir. 

Reglurnar taka gildi 1. júni og í framhaldi af því verður farið í þessar aðgerðir. 

Sveitarstjóri