Fara í efni

Hlutfall atvinnulausra hæst í Langanesbyggð

Íþróttir
21.júní 2007Vinnumálastofnun hefur gefið út tölur um skráð atvinnuleysi á Íslandi í maí. Meðalfjöldi atvinnulausra í mánuðinum á Norðurlandi eystra var 280, eða 1,9% af vinnuafli. Voru atvinnulausir 2

21.júní 2007
Vinnumálastofnun hefur gefið út tölur um skráð atvinnuleysi á Íslandi í maí. Meðalfjöldi atvinnulausra í mánuðinum á Norðurlandi eystra var 280, eða 1,9% af vinnuafli. Voru atvinnulausir 2% af vinnuafli á svæðinu í apríl sl. Atvinnulausum á Norðurlandi eystra fækkar um 12 frá apríl. Atvinnulausum körlum fækkaði um 21 og var atvinnuleysi þeirra 1,3% í maí en 1,5% í apríl s.l. Atvinnulausum konum fjölgaði um 9 og var atvinnuleysi þeirra 2,8% en 2,6% í apríl.

Í Norðurþingi voru 28 skráðir atvinnulausir, þar af 21 kona. Þá voru 17 einstaklingar skráðir atvinnulausir í Langanesbyggð, þar af 11 konur. Í öðrum sveitarfélögum í Þingeyjarsýslu, voru fimm skráðir atvinnulausir í Skútustaðahreppi, þrír í Þingeyarsveit og tveir í Aðaldælahreppi. Hlutfall atvinnulausra var hæst í Langanesbyggð meðal þingeyskra sveitarfélaga.

Þess ber að geta að forsendur fyrir þessum útreikningum gefa ekki alltaf rétta mynd af atvinnuleysinu því þó að vel á annan tug einstaklinga séu skráðir atvinnulausir í Langnesbyggð, þá eru margir á skrá bara hluta úr degi í og geta ekki unnið meira, aðstæðna sinna vegna. En þó svo sé þá reiknast sá aðili sem er skráður er atvinnulaus aðeins 1 klst á dag sem einn atvinnulaus.