Fara í efni

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Naust óskar eftir starfsmanni í ræstingar

Fréttir

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Naust óskar eftir að ráða til sín starfsmann í ræstingar.

Um er að ræða 50% starf með möguleika á sveigjanlegum vinnutíma. Viðkomandi þarf að hafa ríka samskipta- og samstarfshæfni og hafa gaman af því að umgangast eldra fólk. Gerð er krafa um heiðarleika, dugnað, stundvísi og góða framkomu.

Gott væri að umsækjandi gæti hafið störf sem fyrst.

Umsóknum skal skilað á netfangið rekstrarstjori.naust@langanesbyggd.is

Nánari upplýsingar veitir Herdís Eik, rekstrarstjóri, í síma 468-1322 eða rekstrarstjori.naust@langanesbyggd.is